Árið 2016 er gengið í garð. Starfsfólk Safnahúss óskar öllum velunnurum safnanna alls góðs og þakkar stuðning og samvinnu á árinu sem leið.  Á árinu 2016 verða sýningar Safnahúss að miklu leyti helgaðar ljósmyndun sem listgrein í héraði og er fyrsta verkefnið á því sviði sýning sem Ómar Örn Ragnarsson opnar laugardaginn 23. janúar n.k. þar sem hann sýnir ljósmyndir af norðurljósum í nágrenni Borgarness.  Aðrir sem verða með sýningar á árinu eru Michelle Bird, Sigurjón Einarsson og Jón Rúnar Hilmarsson. Sýning Bjarna Guðmundssonar verður opin fram til 20. janúar, hún hefur hlotið afar góðar viðtökur og er fólk hvatt til að láta hana ekki framhjá sér fara. Þótt nýtt ár hafi nýjar áskoranir í för með sér verða grunnsýningar safnanna áfram á sínum stað, sjá má upplýsingar um þær með því að smella hér.