Frá og með 1. maí tekur sumaropnun gildi í Safnahúsi og sýningar verða opnar alla daga vikunnar kl. 13.00 til 17.00. Grunnsýningar hússins eru Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni og sérhannaðar fyrir börn og fjölskyldur. Í Hallsteinssal sýnir listakonan Sigríður Ásgeirsdóttir fram til 7. maí og skömmu síðar tekur við sýning á verkum Ingu Stefánsdóttur. Fjölbreyttar sýningar eru framundan í Hallsteinssal og má sjá nánar um verkefni hússins með því að smella hér.

Ljósmynd (GJ): Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri skoða fugla í Safnahúsi fyrir nokkru.

Categories:

Tags:

Comments are closed