Börn í 100 ár

Sýningin Börn í 100 ár var sett á fót árið 2008 sem grunnsýning Safnahúss. Síðar bættist við sýningin Ævintýri fuglanna sem einnig er grunnsýning.  Báðar eru þær á neðri hæð hússins og hönnun þeirra beggja var í höndum Snorra Freys Hilmarssonar leikmyndahönnuðar.  Í sýningunni Börn í 100 ár er saga Íslands á 20. öld rakin í ljósmyndum víða að á landinu.  Munir leynast í veggjum og í miðju rýminu er gengið um einstakan gimstein sem er baðstofa frá Úlfsstöðum í Reykholtsdal. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og hentar öllum aldurshópum. Hún hefur fengið lof í erlendum ferðahandbókum  og er árlega sótt heim af fólki víða að úr veröldinni.  Hönnun Snorra þykir einstök í einfaldleika sínum. Þar kallar fram hugsanir um líf fólks fyrri tíma með fallegri hönnun og frumlegum lausnum sem vekja gesti til umhugsunar um lífshlaup manna og þær breytingar sem verða á því í tímans rás.

Ýmsar upplýsingar: . Yfirsmiður: Hannes Heiðarsson. Smiður baðstofu: Unnsteinn Elíasson. Prentun: Samskipti ehf. Málun: Bjarni Steinarsson.  Hljóðhönnun: Sigurður Rúnar Jónsson. Unglingaherbergi (IKEA): Inga Ósk Pétursdóttir,  Þórey Björk Sigurðardóttir og Þórunn Pétursdóttir. Lýsing: Glitnir ehf.

Styrktaraðilar: Álfaborg ehf, Barnamenningarsjóður, Glerborg PGV ehf, IKEA, Ljósmyndasafn Akraness, Menningarnefnd Borgarbyggðar, Menningarráð Vesturlands, Menningarsjóður Sparisjóðs Mýrasýslu, Omnis ehf, Orkuveita Reykjavíkur, Safnaráð Íslands.

Þessir lögðu einnig hönd á plóginn: Árnastofnun, Árni Theodórsson, Birgir Þórisson, Birgitta Stefánsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Bæringsstofa í Grundarfirði, Elsa Þorsteinsdóttir, Gréta S. Einarsdóttir, Gréta Þ. Pálsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Vigfússon, Hildur Sigurgrímsdóttir, Hinrik Bergsson, Hótel Borgarnes, Húsasmiðjan, Ingibjörg Hargrave, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Jómundur Örn Eyjólfsson, Kristján Björnsson, Lára Hálfdanardóttir, Lilja Árnadóttir, Ljósmyndasafn Ísafjarðar, Ljósmyndasafn Skagafjarðar, Ljósmyndasafn Reykjavíkur (Kristín Hauksdóttir), Magnús Sigurðsson, María Hildur Maack, Menningarnefnd Borgarbyggðar, Nanna Einarsdóttir, Nói-Síríus, Ólafur J. Kristófersson, Rafn Hafnfjörð, Ragnheiður Ásmundardóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Rúmfatalagerinn, Sigurður Rúnar Jónsson, Sigurþór Kristjánsson, Skarphéðinn Snorrason, Sláturfélag Suðurlands, Sigríður Inga Kristjánsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir, Unnur Snorradóttir, Úlfur Bæringur Magnússon, Þóra Elfa Björnsson.