Safnahús er sem fyrr opið á virkum dögum á þessum árstíma og í vikunni fyrir páska verður því opið í þrjá daga, mánudag til miðvikudags. Lokað verður frá Skírdegi og fram yfir páska og opnað aftur þriðjudaginn 3. apríl. Þess má geta að í tilefni páska hefur verið sett upp ný örsýning í anddyri Safnahúss, byggð á gluggaskreytingu frá Kaupfélagi Borgfirðinga frá árdögum verslunar félagsins við Egilsgötu í Borgarnesi. Sýningin var unnin af Halldóri Óla Gunnarssyni.

Starfsfólk Safnahúss óskar öllum vinum og velunnurum safnanna gleðilegrar hátíðar.

Ljósmynd: Páskaegg á örsýningu í mars 2018.

Categories:

Tags:

Comments are closed