Sýningaropnun Áslaugar Þorvaldsdóttur sem vera átti laugardaginn 28. apríl næstkomandi hefur af óviðráðanlegum ástæðum verið frestað til laugardagsins 5. maí kl. 13.00.

Á sýningunni sýnir hún ljósmyndir og Sigríður Kr. Gísladóttir sýnir hækur (japanskt ljóðform) sem hún hefur gert með innblæstri frá myndum Áslaugar.

Á opnunardaginn verður opið til 17 eins og alla daga sumarsins (sýningar opnar 13-17) og listakonurnar verða á svæðinu fyrstu tvo tímana.

Fjölmargir viðburðir verða í Safnahúsi á árinu og er sýning Áslaugar einn þeirra. Sýningin stendur í allt sumar eða til 25. ágúst.  Hér má sjá viðburðaskrána í heild sinni.

Categories:

Tags:

Comments are closed