Vegna þeirra sérstæðu aðstæðna sem ríkja skerðist opnunartími bókasafnsins um klukkutíma næstkomandi mánudag, 23. mars og gildir sú breyting fram til þriðjudagsins 14. apríl nema annað verði tilkynnt. Opið verður kl. 13 til 17 í stað hefðbundins opnunartíma (13-18).

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Minnt er á bókalúguna við sýningarinnganginn vegna skila á bókum utan afgreiðslutíma.

Á sama tímabili skerðist þjónusta skjalasafnsins nokkuð, þ.e. aðeins verður svarað rafrænt þar sem héraðsskjalavörður starfar heima. Er hér minnt á netfang safnsins: skjalasafn (hjá) safnahus.is  og síma Safnahúss: 433 7200. Sjá má netföng starfsmanna Safnahúss með því að smella hér.

Eins og fram hefur komið áður hefur viðburðahaldi í Safnahúsi verið slegið á frest um sinn og verður staðan endurmetin eftir páska.

Eðli málsins samkvæmt verður heilsa og öryggi gesta og starfsfólks í fyrirrúmi í öllu skipulagi safnastarfsins.  Kappkostað er þó að hafa opið enda eru menningarstofnanir aldrei mikilvægari en við svona aðstæður.

Viðbragðsáætlun Safnahúss er unnin í samráði við viðbragðsteymi Borgarbyggðar og má sjá viðbragðsáætlun sveitarfélagsins með þvi að smella hér.

Með góðum kveðjum frá starfsfólki.

Categories:

Tags:

Comments are closed