Vegna samkomubannsins sem nú gildir biðjum við nú um að fólk hafi samband við okkur í síma eða tölvupósti á næstu vikum í stað þess að koma ef hægt er að leysa erindi með þeim hætti.

Húsið er opið, en mögulegt er að opnunartími og þar með bókasafns skerðist eitthvað og verður það þá tilkynnt sérstaklega. Viðburðahaldi verður slegið á frest um sinn.

Við minnum á bókalúguna við sýningarinnganginn vegna skila á bókum.

Nánar um bókasafn: Þeir sem hafa lykilorð sem veitir þeim aðgang að mínum síðum á vefsvæðinu leitir.is, geta gert eftirfarandi:

  • Endurnýjað lán (ef enginn biðlisti er á gögnunum)
  • Sett sig á biðlista eftir gögnum sem eru í útláni (leitað fyrst að bók, finna bók eintak og smellt á taka frá)
  • Skoðað frátektir og fyrri útlán.

Þeir sem ekki hafa á hreinu lykilorð sitt geta leitað til bókasafns símleiðis eða í tölvupósti með atriðin hér að ofan og aðra þjónustu bókasafnsins. 

Svo er það rafbókasafnið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að gefa dálítið í með innkaup þar, sjá nánar með að smella hér  – Á rafbókasafninu er að detta inn allnokkur fjöldi hljóðbóka, og slatti af rafbókum líka

Aðalsími Safnahúss er 433 7200 og netfang bókasafns er bokasafns(hjá)safnahus.is. Frekari upplýsingar má fá með því að smella hér. 

Eðli málsins samkvæmt verður heilsa og öryggi gesta og starfsfólks í fyrirrúmi í öllu skipulagi safnastarfsins á næstu vikum.

Nánari upplýsingar – Viðbragðsáætlun Borgarbyggðar

Upplýsingasíða Borgarbyggðar vegna Covid 19

Upplýsingar um Covid-19 á heimasíðu Borgarbyggðar

 

Categories:

Tags:

Comments are closed