Eitt sex megin markmiða nýútkominnar safnastefnu Þjóðminjasafns á sviði menningarminja er að vinna faglega og á vandaðan hátt með safnkostinn. Um þessar mundir erum við að hefja flokkun og skráningu steinasafns náttúrugripasafns Borgarfjarðar þökk sé Uppbyggingarsjóði Vesturlands og fleiri aðilum. Unnur Þorsteinsdóttir meistaranemi í jarðfræði við HÍ vinnur greininguna fyrir Safnahús og sést hér á mynd fyrir miðju ásamt liðsmönnum sínum við verkefnið. Henni til beggja handa eru Bryndís Ýr Gísladóttir og Rob Askew. Þess má geta að Unnur er úr Borgarfirðinum, nánar tiltekið frá Fróðastöðum í Hvítársíðu.  Að flokkun og greiningu lokinni tekur Halldór Óli Gunnarsson starfsmaður okkar við verkefninu og skráir safnið í Sarp, viðurkenndan gagnagrunn safna (www.sarpur.is).  Verður það verk unnið í maí og vinnst þar með mikilvægur áfangi þar sem þá verða allir gripir náttúrugripasafnsins skráðir í Sarp, er það fyrsta fagsafnið sinnar tegundar á landsvísu sem það gerir.

Categories:

Tags:

Comments are closed