Frá 1. maí n.k. eru sýningar Safnahúss opnar alla daga vikunnar 13.00 – 17.00, jafnt helgidaga sem aðra daga.  Sumaropnunin gildir fram til 1. september en eftir það er opið 13.00 – 16.00 virka daga. Alls verða fimm sýningar í húsinu í sumar, tvær grunnsýningar á neðri hæðinni og sýningin Tíminn gegnum linsuna (ljósmyndir frá Borgarnesi), veggspjaldasýning um Pourquoi pas og minningarsýning um Jakob Jónsson á Varmalæk á efri hæð.  Vakin er athygli á að sumaropnun á einungis við um sýningar, afgreiðslutímar bókasafns og skjalasafns eru óbreyttir.

Sýningin Tíminn gegnum linsuna verður opin aukalega laugardaginn 29. apríl vegna afmælishátíðar Borgarness og þá 13.00 – 14.45.  

Kl. 15.00 hefst svo afmælisdagskrá sem Borgarbyggð býður til í Hjálmakletti.

Grunnsýningar Safnahúss eru Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, en þær eru ekki síst þekktar fyrir listræna og frumlega hönnun Snorra Freys Hilmarssonar.  Margir merkir gripir eru á sýningunum, þar á meðal baðstofa frá Úlfsstöðum í Reykholtsdal.  Sýningarnar henta fyrir alla aldurshópa og jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda gesti.  

Categories:

Tags:

Comments are closed