Næstkomandi laugardag kl. 15.00 býður Borgarbyggð til afmælishátíðar Borgarness í Hjálmakletti.  Einnig verða aðrir dagskrárliðir þennan dag sem sjá má nánar um á www.borgarbyggd.is.

Er tilefnið 150 ára afmæli Borgarness, en miðað er við árið sem staðnum var veitt verslunarleyfi sem var vorið 1867.  

Á laugardaginn kemur má því reikna með að brottfluttir Borgnesingar og aðrir velunnarar bæjarins verði á ferðinni. Því verður Borgarnessýning Safnahúss, Tíminn gegnum linsuna opin þennan dag kl.  13.00 – 14.45 sem undanfari að afmælishátíðinni.   

Er vonast til að margir leggi leið sína í Borgarnes til að fagna þessum tímamótum.  Þess má einnig geta að frá 1. maí tekur við sumaropnun í Safnahúsi þar sem sýningar verða opnar alla daga kl. 13.00 – 17.00, gildir það fram til 1. september að vetraropnun tekur við aftur.

Categories:

Tags:

Comments are closed