Nú haustar að og réttir og smalamennskur eru á næsta leiti. Við í Safnahúsi Borgarfjarðar erum að undirbúa örsýningu í tengslum við þennan árstíma og biðlum til íbúa Borgabyggðar að leggja okkur lið. Við leitum eftir ljósmyndum frá þeim fjölmörgu réttum sem haldnar eru víðsvegar um sveitarfélagið til að prýða veggi Safnahússins .

Myndirnar mega vera gamlar eða nýjar, einu skilyrðin eru að þær séu teknar í Borgarbyggð og tengist viðfangsefni okkar, þ.e. réttum og smalamennskum.

Hægt er að senda myndir á safnahus@borgarbyggd.is eða koma með þær til okkar að Bjarnabraut 4-6. Það sem þarf að koma fram með hverri ljósmynd er; hvar myndin er tekin, hvenær hún er tekin, hver tók myndina og hvað/hverjir eru á myndinni. Tekið er afrit af myndinni sem verður hluti af safnkosti Byggðar- og skjalasafnsins

Tags:

Comments are closed