Viðburðum sem vera áttu í nóvembermánuði í Safnahúsi hefur verið frestað.  Það er myndamorgunn Héraðsskjalasafnsins sem vera átti 12. nóvember og opnun sýningar Viktors Péturs Hannessonar sem vera átti 28. nóvember. Vel er fylgst áfram með þróun mála og við látum vita með desembermánuð um leið og aðstæður leyfa.  Í húsinu er hið sívinsæla bókasafn auk fimm sýninga og fólk hefur verið mjög duglegt að sækja okkur heim. Á næsta ári vonumst við til að ástandið verði mun betra og verðum með marga skemmtilega viðburði á dagskrá.

Þess má geta að Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur styrkt menningardagskrána okkar nokkur síðustu ár sem hefur verið stofnuninni afar verðmætt.

Categories:

Tags:

Comments are closed