Oft er komið í Safnahús til að leita heimilda um eitthvað er tengist sögu héraðsins. Þessi mynd var tekin í dag þegar Sveinn Hálfdánarson og Sigvaldi Arason voru á ferðinni til að skoða gögn um Eldborgina sem gerð var út frá Borgarnesi í eina tíð. Þeir félagar hafa á undanförnum mánuðum unnið að gagnasöfnun vegna skráningar útgerðarsögu Borgarness, en það Ari Sigvaldason sem skrifar hana.

Verkið er í vinnslu og Sveinn og Sigvaldi hafa þegar lagt á sig ómælda vinnu við að afla heimilda. Meðal annars hafa þeir leitað fanga á Héraðsskjalasafninu þar sem bæði er að finna ritaðar heimildir og myndir, ekki síst úr safni Helga J. Ólafssonar frá Borgarnesi sem var stýrmaður og skipstjóri í fjöldamörg ár og hefur gefið mikið magn af munum og gögnum til safnanna.

 

Á myndinni sést Sigvaldi ræða málin við Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalavörð.  Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed