Í tilefni Brákarhátíðar. Sýning á afrakstri síðustu missera frá skapandi samveru fólks á Bifröst. Christine Attensperger hefur þar haft umsjón með listasmiðju fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Listafólkið býður í kaffi og úkraínskt bakkelsi milli kl 11 og 15, laugardaginn 25. júní.
“List er tjáning án orða. Hún sameinar ólíkar þjóðir og hópa auk þess að tengja okkur sterkum böndum.
Að koma á nýjan stað, takast á við áhyggjur og ókunnar aðstæður getur verið erfitt. Því er gott að geta stigið út úr þeim aðstæðum stöku sinnum og tjáð sig í gegnum sköpunargleðina þegar orð vantar.
Samverustundir með listafólki frá Úkraínu á öllum aldri á Bifröst eru skemmtilegar, gefandi, efla sjálfstraust og sjálfsöryggi allra sem taka þátt. Njótið afraksturs þess.”
Sýningin opnar á laugardag í stigarýminu milli 11 og 15 og mun standa fram á sumarið 🇺🇦 🇮🇸
Verið öll velkomin í samtal og samveru 🌸

Tags:

Comments are closed