,,Bíðið meðan hann syngur er yfirskrift á kynningu á verkum rithöfundarins farsæla Þorsteins frá Hamri en næstkomandi laugardag fagnar hann sjötíu ára afmæli sínu.  Þá eru einnig í ár 50 ár liðin frá því fyrsta ljóðabók hans Í svörtum kufli kom út.  Ferill Þorsteins er blómlegur og hefur hann hlotið margskonar viðurkenningar og fjölmargar tilnefningar, m.a var hann sæmdur riddarakrossi hinnar Íslensku Fálkaorðu árið 1996 fyrir ritstörf sín. 

Jafnframt kynningunni í Safnahúsinu verður sett hér inn á síðuna ljóð og annað efni Þorsteins.

Categories:

Tags:

Comments are closed