Ljóðaúrval keppninnar 2006
Nú stendur yfir á flestum bókasöfnum landsins ljóðasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 9-16 ára.  Það er Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum, sem stendur að keppninni. Keppnin er nú haldin í sjötta sinn.  Skila má ljóðum hingað á Héraðsbókasafnið en skilafrestur er til 28.mars.

Þátttakendum er skipt í tvo hópa, 9-12 ára og 13-16 ára. Ljóðunum skal fylgja nafn höfundar, aldur, heimilisfang og símanúmer.  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu ljóðin í hvorum flokki. Verðlaun verða afhent í tengslum við alþjóðadag bókarinnar 23.apríl, eða í viku bókarinnar.  Viningsljóðin verða ásamt úrvali ljóða gefin út á bók.

 

Krakkar, setjið ykkur í ljóðastellingar og takið þátt!

Categories:

Tags:

Comments are closed