,,Bíðið meðan hann syngur er yfirskrift á kynningu á verkum rithöfundarins farsæla Þorsteins frá Hamri en næstkomandi laugardag fagnar hann sjötíu ára afmæli sínu.  Þá eru einnig í ár 50 ár liðin frá því fyrsta ljóðabók hans Í svörtum kufli kom út.  Ferill Þorsteins er blómlegur og hefur hann hlotið margskonar viðurkenningar og fjölmargar tilnefningar, m.a var hann sæmdur riddarakrossi hinnar Íslensku Fálkaorðu árið 1996 fyrir ritstörf sín.