Hallsteinssalur er fjölnota salur sem svo er nefndur eftir listvininum Hallsteini Sveinsssyni. Þar eru haldnar sýningar af ýmsu tagi, listsýningar sem og sýningar á sviði menningararfs. Hér á eftir má sjá helstu fyrirliggjandi verkefni í salnum.
15. febrúar– 19. mars 2021: sýning á verkum Lúkasar og Jónsa – Myrka Ísland
29. mars -7. maí – Ný verk – sýning Sigríðar Ásgeirsdóttur
14. maí til 18. júní – Sýning á verkum Ingu Stefánsdóttur
24. júní til 29. júlí – Sýning á verkum eftir Viktor Pétur Hannesson
5. til 20. ágúst – Sýning á vegum Plan B listahátíðar
26. ágúst til 30. sept. – Sýning á verkum Ásu Ólafsdóttur
7. okt. til 4. nóv. Sýning á verkum Jóhönnu Jónsdóttur
15. nóv. til 1. ágúst 2022 – Sýning á textílhandverki úr fórum byggðasafnsins
6. ágúst til 20. ágúst 2022 – Plan B listahátíð
Þess má geta að tvær fastasýningar eru í Safnahúsi, Ævintýri fuglanna og Börn í 100 ár. Hafa þær vakið mikla athygli og eru opnar alla daga í maí, júní, júlí og ágúst en þess utan frá 13 til 16 virka daga. Sjá má upplýsingar um opnunartíma safnanna með því að smella hér.
Ofangreint er birt með fyrirvara um breytingar.
Ljósmynd: Frá sýningu Sigríðar Ásgeirsdóttur, Ný verk, apríl/maí 2021.
Comments are closed