Árið 2020 fékk Safnahús öndvegisstyrk hjá Safnaráði Íslands.  Styrkurinn nemur fjórum milljónum króna og skiptist á tveggja ára tímabil. Þetta og aðrir styrkir sem komið hafa frá Safnaráði  á þessum erfiðu tímum skiptir starfsemina afar miklu máli. Söfn Safnahúss búa yfir gríðarmiklum safnkosti. Sem dæmi um verkefni sem öndvegisstyrkur hefur verið nýttur til má nefna forvörslu, bættan aðbúnað í geymslum, áætlanagerð, innkaup á búnaði og aðgerðir í öryggismálum. Vegna aðstæðna í samfélaginu hafa ýmsar framkvæmdir dregist en unnið er staðfastlega áfram að úrbótum í samráði við Safnaráð. Styrkir ráðsins eru ætlaðir munasöfnum sem hlotið hafa viðurkenningu ráðsins og falla lista- náttúrugripa- og byggðasöfn undir þá skilgreiningu enda uppfyllir starfsemin skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf. Auk öndvegisstyrksins vegna safnkostsins nýtur Safnahús minni styrkja frá ráðinu til annarra þátta starfseminnar á árinu s.s. kynningarmála og sýningarstarfsemi.

Categories:

Tags:

Comments are closed