Sýning Guðmundar Sigurðssonar sem ljúka átti 26. október hefur verið framlengd fram í miðjan nóvember. Sýningin hefur verið vel sótt og fær afar góða umsögn gesta.

Sýningu Jóhönnu Jónsdóttur sem opna átti 31. október hefur verið frestað til næsta árs og verður næsta myndlistarverkefni hússins að óbreyttu sýning Viktors Péturs Hannessonar sem opnuð verður í Hallsteinssal lok nóvember.

Minni áhersla er á viðburðahald í Safnahúsi nú en venjulega og skapast það af ytri aðstæðum í samfélaginu. Í húsinu er þó nægt rými fyrir gesti til að njóta þess sem þar er og fyllstu sóttvarna er gætt. Héraðsbókasafnið er opið virka daga kl. 13-18 og sýningar hússins á efri hæð eru opnar á þeim tíma. Grunnsýningar hússins, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna eru opnar virka daga kl. 13-16. Héraðsskjalasafn tekur á móti gestum skv. samkomulagi og er skjalavörður að öllu jöfnu með viðveru kl. 8-16.

Categories:

Tags:

Comments are closed