Síðasta sýningin er heiti listsýningar Guðmundar Sigurðssonar sem opnuð var 28. september s.l. í Hallsteinssal. Þar má sjá fjölbreytt verk eftir Guðmund sem margir þekkja sem fjölhæfan myndlistarmann en jafnframt fyrrverandi skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi. Guðmundur er á 85. aldursári og segir þetta verða sína síðustu sýningu í Borgarnesi þar sem hann bjó í rúm fjörutíu ár.  Um list sína segir hann svo:

„Myndsköpun hefur verið mín helsta afþreying allt mitt æviskeið. Kveikjan að myndlistaráhuganum varð í barnæsku þegar ég bjó í sama húsi og hinn mæti myndlistarmaður Höskuldur Björnsson. Í dag er ég félagi í Grósku, myndlistarfélagi Garðabæjar og er það hvatning til að sinna listinni reglulega.“

Að óbreyttu stendur sýningin til 27. október en við biðjum fólk að fylgjast með hér á vefnum eða á Facebook síðu okkar (Safnahús Borgarfjarðar) ef um breytingar kynnu að verða vegna aðstæðna í samfélaginu.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed