Frá 1. maí eru sýningar Safnahúss opnar alla daga vikunnar 13.00 – 17.00, jafnt helgidaga sem aðra daga.  Sumaropnunin gildir fram til 1. september en eftir það er opið 13.00 – 16.00 virka daga. Alls verða fjórar sýningar í húsinu í sumar, tvær grunnsýningar á neðri hæðinni og sýningin Refir og menn og fræðslusýning um Pourquoi pas á neðri hæðinni. Vakin er athygli á að sumaropnun á einungis við um sýningar, afgreiðslutímar bókasafns og skjalasafns eru óbreyttir.

Grunnsýningar Safnahúss eru Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, en þær eru ekki síst þekktar fyrir hönnun Snorra Freys Hilmarssonar.  Margir merkir gripir eru á sýningunum, þar á meðal baðstofa frá Úlfsstöðum í Reykholtsdal. Á sýningunni Refir og menn má sjá listafallegar ljósmyndir Sigurjóns Einarssonar af refum og refaskyttum og umhverfi þeirra. Sýningin hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði og Safnaráði og hefur hlotið mikið lof. Hún gefur verðmæta innsýn í störf refaskyttunnar í víðfeðmu héraði.  Fræðslusýningin um rannsóknaskipið fræga Pourquoi pas er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur.  Um er að ræða veggspjaldasýningu sem er staðsett í stigagangi Safnahúss. Tilefnið er að í ár eru liðin 80 ár frá því að skipið strandaði við Straumfjörð á Mýrum með hörmulegum afleiðingum.  Á sýningunni eru m.a. ljósmyndir sem Finnbogi Rútur Valdimarsson tók á staðnum og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi afkomenda hans. Þess má geta að franska sendiráðið á Íslandi aðstoðaði við gerð sýningarinnar. Margt fleira er að sjá í Safnahúsi og þar er vel tekið á móti gestum.

SIG_8486 IMG_0801

IMG_0941IMG_0469

Categories:

Tags:

No responses yet

Leave a Reply