Í morgun var haldin uppskeruhátíð sumarlestrar og mættu ötulir lestrarhestarnir í Safnahús þar sem starfsfólk bauð til dagskrár undir stjórn Sævars Inga héraðsbókavarðar.  Alls lásu 22 börn 85 bækur í þessu átaki og átta þeirra hlutu lestrarvinninga.  Allir þátttakendur fengu svo viðkenningarskjöl ásamt lestrargóðgæti sem var barnaföndurbók og Andrés blað frá Eddu útgáfu. Einnig fengu þau muni frá Tryggingamiðstöðinni og Arion banka.

Ekki komust allir þátttakendur á hátíðina en þeir sem ekki sáu sér fært að mæta geta vitjað vinnings og viðurkenninga í næstu ferð á bókasafnið.  Styrktaraðilum verkefnisins eru færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Á meðf. mynd (GJ) má sjá Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð fyrir miðju með sumarstarfsmenn Safnahúss sér til beggja handa, þau Sandra Sjabansson og Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur.

Categories:

Tags:

Comments are closed