Næstkomandi föstudag verður hinn árlegi bókasafnsdagur haldin hátíðilegur á bókasöfnum landsins en dagurinn er einnig alþjóðadagur læsis.  Markmið dagsins er sem fyrr tvíþætt, annarsvegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hinsvegar að vera dagur starfsmanna safnanna. 

Íbúar og aðrir á starfssvæði Héraðsbókasafns Borgarfjarðar eru hvattir til að líta við á bókasafnið sitt þennan dag sem og aðra daga og kynna sér þjónustu safnsins og Safnahússins í heild en í tilefni dagsins verður boðið upp á konfekt.

Í ár er bókasafnsdagurinn tileinkaður lýðræði og hlutverki bókasafna í lýðræðissamfélögum.  Í störfum safna birtist málefnið meðal annars í tengslum við bóklæsi, upplýsingalæsi, aðgengi að upplýsingum og efni, þekkingarmiðlun, jöfnu aðgengi og aðstöðu fyrir alla.  Bókasöfn eru hluti af lýðræðissamfélaginu. 

Categories:

Tags:

Comments are closed