Sýningin Pourquoi-Pas? – strandið, var opnuð með viðhöfn laugardaginn 16. september 2006. Sýningin er sett upp í Tjernihúsi, 120 ára gömlu pakkhúsi, sem Hollvinasamtök Englendingavíkur hafa nýverið lokið endurgerð á.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýningin Pourquoi-Pas? – strandið verður fyrst um sinn opin á laugardögum kl 13:00 – 17:00, til 11. nóvember n.k. Hún er einnig opin eftir eftirspurn. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, Ása S. Harðardóttir.

 

Sýningin er opnuð  í tilefni af því að nú eru 70 ár liðin síðan það fórst. Það var þann 16. september árið 1936 sem þetta merkilega skip leiðangursstjórans Jean-Baptiste CHARCOT steytti á skerinu Hnokka í landi Álftaness á Mýrum og sökk. Fjörutíu meðlimir skipshafnarinnar, þ.m.t. Mr Charcot, fórust, en einungis einn komst lífs af við mikinn háskaleik.

 

Flak skipsins hefur legið á sjávarbotni við landamerki Álftaness og Straumfjarðar síðan þetta hræðilega slys varð. Borgnesingurinn Svanur Steinarson hefur sinnt flakinu í sjálfboðavinnu af mikilli óeigingirni síðustu áratugi að beiðni barnabarns Mr Charcot, Anne-Marie VALLIN-CHARCOT, sem lítur á hafið sem vota gröf flaksins. Hann hefur kafað reglulega niður að flakinu og stundum með gesti og reynt eftir föngum að gæta þess að óviðkomandi aðilar séu þar ekki á ferð. Lítið er eftir af lauslegum munum í flakinu. Þann 15. september 2006 var flakið friðlýst að sameiginlegri ákvörðun íslenska og franska ríkisins.

 

Von er á miklu efni tengdu skipinu Pourquoi-Pas? og ævi og starfi leiðangursstjórans, hins merka vísindamanns Jean-Baptiste CHARCOT inn á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar á næstunni.

Categories:

Tags:

Comments are closed