Föstudaginn 9. júní var í tilefni Borgfirðingahátíðar haldin samkoma í Safnahúsinu. Jónína Erna Arnardóttir, formaður menningamálanefndar Borgarbyggðar  var kynnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á dagskránni var opnun sýningar á ljósmyndum Guðbjargar Hörpu Ingimundardóttur. Haraldur Jónsson las upp úr bók sinni „Hugrenningur“. Fjögur börn lásu upp ljóð sín sem valin höfðu verið til birtingar í bókinni „Ljóð unga fólksins”. Í Safnahúsinu eru einnig til sýnis myndverk úr rekavið eftir Lúkas Kárason og vettlingasafn Helgu Hansdóttur.  Ljósmyndasýning Hörpu, verk Lúkasar og vettlingasafn Helgu verða áfram til sýnis næstu vikur.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed