Á undanförnum mánuðum hefur Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sótt Safnahús heim nokkrum sinnum til að fræðast um gripi og sýningar. Er þar um vandaða dagskrárgerð að ræða og verðmætt framlag við miðlun menningararfsins. Umfjallanir sínar kallar félagið „mola”. Alls hafa fjórir slíkir verið gerðir í Safnahúsi og eru forsvarsmönnum félagsins færðar bestu þakkir fyrir þá virðingu sem þeir sýna safnastarfinu með þessu framtaki. Sjá má hér nýjasta molann þar sem sögð er örlagasaga úr seinni heimstyrjöldinni.

Hér má sjá hina þrjá molana:
Undirskálasafn Ólínu: Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir og Eiríkur Jónsson
Kistill blinda smiðsins: Guðrún Jónsdóttir og Eiríkur Jónsson
Sýning í Hallsteinssal: Helena Guttormsdóttir og Eiríkur Jónsson

Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar er hópur áhugamanna um gerð myndefnis sem stofnaður var árið 2019.  Hefur félagið þegar auðgað menningarlíf Borgarfjarðar og nágrennis mjög með starfsemi sinni sem miðar að eins konar myndrænni skjalfestingu mannlífsins.  Í félaginu eru þeir Eiríkur Jónsson, Daði Georgsson, Eðvar Ólafur Traustason, Orri Sveinn Jónsson, Einar Árni Pálsson, Kristinn Óskar Sigmundsson og Arnar Víðir Jónsson. 

Ljósmynd:  Nokkrir af aðstandendum félagsins í Safnahúsi að lokinni upptöku í október 2019. Frá vinstri: Daði Georgsson, Eðvar Ólafur Traustason, Einar Árni Pálsson og Eiríkur Jónsson. Myndataka: Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed