Safnahúsið mun opna á ný mánudaginn 4. maí eftir að hafa verið lokað frá þriðjudeginum 24. mars vegna Covid-19 skv. fyrirmælum yfirvalda. 

Opnunartími verður sá sami og venjan er á þessum árstíma.

Það þarf ekki að taka fram að fyllsta hreinlætis verður gætt og farið að tilmælum um sóttvarnarmál. 

Vegna ástands mála varðandi COVID-19 hefur gildistími allra gildra lánþegaskirteina á bókasöfnum verið framlengdur um tvo mánuði til að bæta lánþegum upp þann tíma sem lokunin hefur varað og  gott betur en það.  Skirteini sem hafði gildistíma t.d. 1.maí rennur nú út 1.júlí.

Full þörf er á að söfnin opni á ný og starfsfólk hlakkar til að hitta gesti og gangandi sem þangað eiga erindi í sumar. 

Categories:

Tags:

Comments are closed