Sumaropnun hefur tekið gildi í Safnahúsi og er því opið 13.00 – 17.00 alla daga, um Hvítasunnuna sem aðra daga. Í húsinu er nú alls fjórar sýningar: Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna, Refir og menn og minningarsýning um Pourquoi pas. Þær tvær fyrstnefndu eru grunnsýningar hússins, hannaðar af listamanninum Snorra Frey Hilmarssyni og hafa þær með árunum öðlast sess sem sjálfstæð listaverk hans. Á sýningunni refir og menn má sjá ljósmyndir eftir Sigurjón Einarsson af refaveiðimönnum við vinnu sína. Sýningin um Pourquoi pas er falleg veggspjaldasýning hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur og er textinn við hana á þremur tungumálum, ensku og frönsku auk íslensku.  Sumaropnun Safnahúss verður í gildi til 1. september n.k. Ávallt er tekið á móti gestum með leiðsögn.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed