Á því tímabili sem sóttvarnarlæknir og heilbrigðisráðherra hafa nú skilgreint er að óbreyttu opið í Safnahúsi og allra sóttvarna gætt. Ekki er grímuskylda nema fjarlægðarmörk krefjist þess en við biðjum fólk um að gæta þess með okkur að ekki séu fleiri en tíu í sama rými (sjá nánar um aldursmörk o.fl. hér. Sjá má nánar um ráðstafanir í stofnunum Borgarbyggðar með því að smella hér. Í Safnahúsi er unnið eftir viðbragaðsáætlun í samráði við viðbragðsteymi Borgarbyggðar.

Þessa dagana hefur fólk verið duglegt að koma á bókasafnið, sýning Guðmundar Sigurðssonar hefur verið framlengd um óákveðinn tíma og sýningar á neðri hæð eru opnar gestum. Minnt er á að hægt er að skila bókum í bókalúgu við vestari inngang hússins. og hér má sjá nánar um opnunartíma safnanna.

Categories:

Tags:

Comments are closed