Í anddyri bókasafns hefur nú verið sett upp sýning á ljósmyndum sem teknar voru í Borgarnesi á hernámsárunum 1940-1943. 

 

Sýningin er á vegum Ljósmyndasafns Akraness og Safnahúss (Héraðs-skjalasafns) og er Ljósmyndasafni Akraness þakkað gott samstarf um verkefnið sem og ýmislegt fleira gott á liðnum árum.

 

Sýningin var upprunalega stærri og víðar að, en myndirnar sem hér eru sýndar eru frá Borgarnesi. Uppsetningu önnuðust Magnús Þór Hafsteinsson, Gerður Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgason.

 

Sýningin verður uppi í nokkrar vikur og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins: alla virka daga frá kl. 13-18.

 

Ljósmynd: svæði hersins þar sem Hjálmaklettur (Menntaskólahúsið) stendur nú. Ljósmyndari óþekktur.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed