Í dag, 14. janúar 2011 eru hundrað ár liðin frá fæðingu Björns Hjartar Guðmundssonar (Bjössa) sem smíðaði Bjössaróló. Af því tilefni hefur verið stillt upp í Safnahúsi verkfærum úr eigu Björns auk fróðleiks um hann og gestabókum frá Bjössaróló. 

 

Á myndinni hér til hliðar sést Bjössi í fylgd frú Vigdísar Finnbogadóttur þegar hún kom í opinbera heimsókn í Borgarnes árið 1992. Myndina tók Theodór Þórðarson.

Einnig má hérsjá mynd af góðum skrifum í gestabókina sem Bjössi hafði allaf til staðar á rólónum sínum. Þess má geta að Bjössaróló er vel við haldið í dag og er það sveitarfélagið sem annast það, en einnig veitti Orkuveita Reykjavíkuri myndarlegan styrk til viðhalds vallarins í fyrra.

 

Í Safnahúsi er opið frá 13-18 alla virka daga og uppstillingin um heiðursmanninn Bjössa verður til staðar til og með 21. jan. – verið innilega velkomin!

 

Ljósmynd úr gestabók: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed