Á fallegum vetrardegi í gær kom hópur eldra fólks af Dvalarheimili aldraðra á sýninguna um stríðsárin í Borgarnesi. Eins og nærri má geta þekktu þessir góðu gestir allar aðstæður á þessum tíma og miðluðu af fróðleik sínum til safnafólksins.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri af nokkrum úr hópnum ásamt forstöðumanni Safnahúss og tveimur starfskonum heimilisins. Frá vinstri: Kristján Davíðsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Áslaug Sveinsdóttir, Þuríður Helgadóttir og Rut Sigurðardóttir.  Ljósmynd: Sævar Ingi Jónsson. 

Categories:

Tags:

Comments are closed