Hertar sóttvarnarreglur hafa nú tekið gildi og mega ekki fleiri 20 manns koma saman í einu. Undanskilin eru börn fædd 2005 og síðar.

Við biðjum gesti okkar um að spritta hendur við komu og hafa 1 m fjarlægðar regluna í huga.  Í Safnahúsi er gott rými, snerti fletir þrifnir og sprittaðir, bækur hreinsaðar eftir útlán o.s.frv.  

Nokkrum viðburðum sem vera áttu í október hefur verið frestað, en vonast er til að geta boðið upp á þá í nóvembermánuði. Við biðjum fólk um að fylgjast með hér og á Facebook síðu okkar

Sjá má ennfremur tilkynningu Borgarbyggðar á heimasíðu sinni með því að smella hér.

Á tímum sem þessum er mikilvægt að geta notið menningar og við hvetjum fólk til að nýta sér það sem boðið er upp á í Safnahúsi. 

                                                                                               Starfsfólk

 

Categories:

Tags:

Comments are closed