Nokkrir krakkar frá leikskólanum Uglukletti komu í Safnahús í morgun til að skoða bækur og fleira. Þau kíktu við þetta tækifæri á fuglasafn náttúrugripasafnsins. Fuglarnir vöktu óskipta athygli ungu gestanna og safnverðir gerðu sitt besta við að svara óteljandi spurningum um viðfangsefnið.

Krakkarnir stóðu sig afar vel í að skoða og fræðast og höguðu sér í alla staði til fyrirmyndar. 

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed