Bjarni Bachmann fyrrverandi safnvörður er látinn, níræður að aldri. Bjarni var fyrsti forstöðumaður safnanna í Borgarnesi og gegndi því starfi í aldarfjórðung á árunum 1969-1994. Hann vann þá mikið frumkvöðulsstarf og var m.a. sá sem vann með Hallsteini Sveinssyni að því að koma gjöf hans til safnanna um 1970. Með því var lagður grunnur að Listasafni  Borgarness sem á um 500 listaverk í dag. Bjarni kom einnig á fót náttúrugripasafni, sem á m.a. viðamikið fuglasafn. Byggðasafn Borgarfjarðar elfdist mjög um hans daga, svo og skjalasafnið og bókasafnið. Einnig var Pálssafni komið fyrir í Safnahúsi í hans tíð. Á þessum árum vann Bjarni mikið og óeigingjarnt starf fyrir söfnin, ásamt eiginkonu sinni Önnu Bachmann sem einnig starfaði þar.

 

Starfsfólk Safnahúss þakkar Bjarna hans góða framlag til safnastarfs í Borgarfirði og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed