Nokkrir krakkar frá leikskólanum Uglukletti komu í Safnahús í morgun til að skoða bækur og fleira. Þau kíktu við þetta tækifæri á fuglasafn náttúrugripasafnsins. Fuglarnir vöktu óskipta athygli ungu gestanna og safnverðir gerðu sitt besta við að svara óteljandi spurningum um viðfangsefnið.