Það var skemmtileg stund hjá nokkrum fyrrverandi skipverjum á Eldborginni, Hafborginni og Hvítánni, sem hittust s.l. föstudag þegar Byggðasafninu fært líkan af Hafborginni, sem gerð var út frá Borgarnesi um miðbik síðustu aldar.

Þeir Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri á Eldborginni og Sigvaldi Arason í Borgarnesi hafa með aðstoð góðs fólks á undanförnum tveimur árum gengist fyrir því að skipslíkön tengd útgerðarsögu Borgnesinga fari í eigu Byggðasafnsins.

Árið 2008 gáfu þeir fyrsta líkanið sem var af Eldborginni, sem var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi. Í maí í fyrra komu þeir svo færandi hendi með líkan af Hvítánni. Nú var það Hafborgin sem var afhent í ráðhúsi Borgarbyggðar.  Líkönin verða um sinn til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar á afgreiðslutíma þess frá kl. 9 – 15 alla virka daga.

 

Ljósmynd: Tekið við afhendingu Hafborgarinnar föstudaginn 12. febrúar. Nokkrir gesta skoða líkan af Eldborginni. Tekið í gegn um sýningarkassa skipsins. Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri lengst til hægri.

 

Myndataka: Guðrún Jónsdóttir

 

Categories:

Tags:

Comments are closed