Opnuð hefur verið sýning á uppstoppuðum fuglum í Hallsteinssal. Um er að ræða uppstillingu vegna flokkunarvinnu við Náttúrugripasafnið og verður sýningin opin fram að páskum alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00 eða á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi.

 

Á staðnum eru fræðibækur um fugla svo hægt er að spreyta sig á að greina tegundirnar.

 

Náttúrugripasafn Borgarfjarðar var stofnað sem deild úr Byggðasafni Borgarfjarðar 1972. Jón M. Guðmundsson hefur stoppað upp mikið af dýrum fyrir safnið og gripir hafa verið keyptir inn eftir föngum í gegn um árin. Þar er einnig að finna mikið safn Kristjáns Geirmundssonar  hamskera. Gripirnir í safninu þykja einkar vandaðir og úrvalið mikið.

 

Ljósmynd: Himbrimi í vetrar (t.v.) og sumarbúningi (t.h.)

Myndataka: Guðrún Jónsdóttir

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed