Í morgun komu þrjátíu fjórðu bekkingar í heimsókn ásamt kennurum sínum og leiðbeinendum. Þetta voru krakkar úr Grunnskólanum i Borgarnesi ásamt Björk Jóhannsdóttur, Guðrúnu Rebekku Kristjánsdóttur og Maríu Þórarinsdóttur. Krakkarnir skoðuðu ýmis verkfæri og muni sem notaðir voru til framleiðsu matvæla úr mjólk á fyrri tímum. Svo litu þau inn í baðstofuna þar sem þau fræddust af kennurum sínum um lifnaðarhætti fyrri tíma.

LJósmynd: Björk kennari ásamt helmingnum af hópnum.

Mynd: Guðrún Jónsdóttir 

Categories:

Tags:

Comments are closed