Opnun laugardaginn 2. október kl. 13:00-15:00.

Verkin á sýningunni eru Fantasíur sem orðið hafa til við innblástur frá íslenskri náttúru, birtu hennar og árstíðabundnum litum; fantasíur sem fæðst hafa í huga Jóhönnu þegar hún starir á auðan strigann og umbreytir honum.

Verkin eru unnin í olíu á striga.

Sýningin stendur til 4. nóvember og er opin á opnunartíma Safnahúss, 13:00-18:00 virka daga.

Categories:

Tags:

Comments are closed