Góð aðsókn hefur verið á sýningar Safnahússins síðustu mánuði og er fjöldi gesta á fyrri helmingi þessa árs farin að nálgast tímabilið fyrir Covid.  Allnokkuð hefur verið um heimsóknir skólahópa og almennra hópa á grunnsýningarnar tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Einnig eru erlendir ferðamenn farnir að koma í auknum mæli auk innlendu ferðamannanna sem hafa verið duglegir að koma. 

Aðsókn á skammtímasýningar hefur líka verið afar góð. Sýning Ingu Stefánsdóttur í Hallsteinssal er nýlokið og fékk hún mikla aðsókn. Núverandi sýning var opnuð s.l. helgi og stendur til 29. júlí. Hún ber heitið Borgarfjarðarblómi og þar má sjá verk Viktors Péturs Hannessonar. Þess má geta að Hallsteinssalur er nú bókaður til ýmiss konar miðlunarverkefna langt fram á árið 2023 sem staðfestir mikið samfélagslegt gildi hans.

Ljósmynd: Sjálfboðaliðar frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins komu nýverið til að skoða grunnsýningar safnanna.

Categories:

Tags:

Comments are closed