Í dag er alþjóðlegi safnadagurinn 2020. Söfn um allan heim minnast hans með rafrænum hætti og leggja jafnframt áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika í heiminum. Í Safnahúsi er sú leið farin að minnast mætrar konu sem var fædd í upphafi 20. aldar og bjó yfir ríkri réttlætiskennd, ekki síst varðandi réttindi kvenna. Þetta er skáldkonan Halldóra B. Björnsson frá Grafardal. Hennar er nú minnst hér á síðunni og við hvetjum fólk til að kynna sér ævi hennar og verk.

Í tilefni dagsins er veittur ókeypis aðgangur á grunnsýningar safnanna.

Categories:

Tags:

Comments are closed