Opið verður í Safnahúsi á virkum dögum um komandi hátíðar samkvæmt vetraropnun, en einnig á öðrum tímum skv. samkomulagi fyrir hópa sem sækja vilja húsið heim. Næsti viðburður í Safnahúsi er svo opnun sýningar á myndlist Guðrúnar Helgu Andrésdóttur kl. 13.00 laugardaginn 6. janúar. Þar á eftir fylgir fyrirlestur Guðrúnar Bjarnadóttur náttúrufræðings. Erindi hennar er um jurtalitun og verður á dagskrá fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.00.

Starfsfólk Safnahúss sendir öllum velunnurum safnastarfsins góðar hátíðarkveðjur með þökkum fyrir góðar stundir og ósk um farsælt og gott ár 2018.

Ljósmynd (Guðrún Jónsdóttir): Norðtungukirkja.

Categories:

Tags:

Comments are closed