Næstkomandi föstudag 8. desember  verður heildarupplestur í Safnahúsi, á Aðventu, bók Gunnars Gunnarssonar.
Hefst lesturinn kl. 17.15 og stendur yfir til um 19.45. Það er áhugahópur sem stendur að lestrinum og er fólk beðið að láta vita fyrirfram ef það vill lesa með hópnum. Eru gestir og gangandi boðnir velkomnir að setjast um stund og hlýða á lesturinn.

Ýmislegt annað verður um að vera dagana 7. og 8. desember og er heildardagskráin sem hér segir:

7. desember (fimmtudagur) kl. 10.30
„Þekkir þú myndina?“  Sýndar verða ljósmyndir og gestir beðnir að greina þær. 
   Heitt á könnunni og piparkökur – allir velkomnir

8. desember (föstudagur)
Lengd opnun – bókasafnið opið til 20.00.
kl. 17.15-19.45 Upplestur í Hallsteinssal: Aðventa Gunnars Gunnarssonar lesin.
kl. 20.00 Frásögn Gunnlaugs A. Júlíussonar afrekshlaupara af þátttöku hans í hlaupi á Bretlandi fyrir nokkrum árum.

Bókamerki – gestir dagsins fá bókamerki að gjöf, gefið út í minningu Jóns Guðmundssonar frá Hólmakoti og Bjarna Valtýs Guðjónssonar.

Húsið er opið til 21.00 þetta kvöld, kaffi og konfekt.  Allir velkomnir.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed