Mynd eftir Elínu E. Einarsdóttur en Elín hefur teiknað eina mynd fyrir hvert ár sem verkefnið hefur verið í gangi í Safnahúsi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þriðja sinn efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Tímabil sumarlesturs er frá 10. júní – 10. ágúst.

 

Markmiðið með verkefninu sem þreytt hefur verið víða um land með góðum árangri er að: Nemendur viðhaldi og þjálfi ennfremur, þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. 

 

Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu.

 

Börn á þessum aldri skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu og fá þá um leið skjal þar sem skráðar eru þær bækur sem viðkomandi barn les á ofangreindu tímabili.  Þegar bók er aftur skilað á bókasafnið er stimplað við hvern titil og nafn þátttakenda sett á miða í pott sem dregið verður úr í lok sumars á sérstakri uppskeruhátíð í Safnahúsi þar sem einhverjir heppnir lestrarhestar hljóta vinning.

 

Opið verður á bókasafninu í sumar alla virka daga frá 13-18.

 

Öll börn geta gerst lánþegar.  Æskilegt er að þau yngstu komi í fylgd fullorðinna fyrstu skiptin.

Þátttaka í þessu verkefni hefur verið góð undanfarin tvö ár og gaman hefur verið að fá krakkanna í heimsókn í lok sumars.  Gaman væri líka að slá fyrri met hvað varðar fjölda þátttakenda í ár.

Við hlökkum til að sjá ykkur krakkar á bókasafninu í sumar!

Categories:

Tags:

Comments are closed