Á morgun hefst sumaropnun sýningarinnar Börn í 100 ár, fastasýningar Safnahúss. Verður hún opin alla daga í sumar, frá 13-18 alla daga (jafnt hátíðisdaga og helgar sem virka daga).

 

Sýningin er hönnuð af Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndateiknara og hefur hlotið mikið lof þeirra sem hana hafa séð, ekki síst fyrir frumlegt og óvenjulegt  sjónarhorn á menningararfinn. Í sýningunni má sjá sögu Íslands á 20. öld út frá börnum og umhverfi þeirra. Hið sjónræna er þar í fyrirrúmi og því leika ljósmyndir stór hlutverk. Ennfremur eru byggðasafnsmunir í sýningarhólfum á veggjum sem opnuð eru eins og jóladagatal. Á sýningunni er einnig stillt upp gamalli baðstofu frá Úlfsstöðum í Hálsasveit auk þess sem gestir ganga um herbergi unglings í nútímanum; frá árinu 2008.

 

Ganga um sýninguna tekur á bilinu 30-60 mín. og hún hentar öllum aldurshópum og jafnt Íslendingum sem erlendum ferðamönnum.

 

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er mjög gott, sérútbúnar snyrtingar og hjólastólafært um alla sýninguna. Aðgangseyrir er kr. 600, en ókeypis fyrir börn að 16 ára aldri. 

 

Sýningin Kaupmannsheimilið stendur yfir til 12. nóvember n.k.  Hún er á efri hæð Safnhúss og verður opin á opnunartíma bókasafnsins, frá 13-18 alla virka daga. Aðrir tímar bókast eftir samkomulagi. Aðgangur að þeirri sýningu er ókeypis.

 

Bókanir á báðar sýningarnar fyrir hópa (leiðsögn) og nánari upplýsingar: 430 7200 eða safnahus@safnahus.is.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed