Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir helgina þegar tveir nemendur við Menntaskóla Borgarfjarðar heimsóttu Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð til að færa honum blóm með þökkum fyrir góða þjónustu á námstímanum.  Áður höfðu fleiri nemendur heimsótt safnið í líkum erindagjörðum og sýndu Sævari þannig hlýhug sinn í verki.

 

Aðstoð við námsmenn er mikilvægur hluti af daglegri starfsemi bókasafnsins og er gott að finna að það er vel metið, en greiðvikni og hjálpsemi Sævars Inga hefur verið við brugðið þegar þörf hefur verið á að leita heimilda í bókasafninu.

Á starfssvæði Héraðsbókasafnsins eru öll skólastig, allt frá leikskóla til háskóla. Þar af eru eiginlega tveir menntaskólar, því þótt Menntaskóli Borgarfjarðar starfi hér í miklum blóma er einnig nokkuð um að ungt fólk í héraði stundi nám við Fjölbrautarskólann á Akranesi. Nemendur hinna ýmsu skólastiga eru ævinlega kærkomnir gestir Safnahúss.  

 

Ljósmynd: Jóhanna Skúladóttir.

Á myndinni frá vinstri: Hugrún Hulda Guðjónsdóttir, Sævar Ingi Jónsson og Heiðrún Halldórsdóttir.

 

Frétt: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed