Lokað er í Safnahúsi yfir páskana, dagana 2. apríl til og með 6. apríl. Opnað verður aftur kl. 13.00 þriðjudaginn 7. apríl. 

 

 

The museum is closed from April 2th to April 6th. We open again tuesday 7th of April.

 

 Í dag fagnar Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur frá Húsafelli níræðisafmæli sínu. Þorsteinn er mörgum Borgfirðingum að góðu kunnur og hefur sinnt ýmsum fræðistörfum og ritað fjölmargar sérfræðigreinar í erlend tímarit og innlend.  Eiginkona hans er Edda Emilsdóttir meinatæknir og eru börn þeirra fjögur:  Ingibjörg, Björn, Þorsteinn og Margrét. Þorsteinn hefur verið ötull velgjörðarmaður safnanna, lagt þar inn efni og miðlað af yfirgripsmiklum fróðleik sínum.  Jafnframt hefur hann lagt Sögufélagi Borgarfjarðar lið og skrifað greinar í Borgfirðingabók m.a. um ógleymanlegar persónur í héraði og starfshætti sem brátt eru að gleymast.

 

Starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar óskar Þorsteini innilega til hamingju með tímamótin.

 

Myndatexti: Þorsteinn ásamt Ástríði systur sinni í heimsókn í Safnahúsi í september 2014. Mynd: Guðrún Jónsdóttir.