Í dag fagnar Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur frá Húsafelli níræðisafmæli sínu. Þorsteinn er mörgum Borgfirðingum að góðu kunnur og hefur sinnt ýmsum fræðistörfum og ritað fjölmargar sérfræðigreinar í erlend tímarit og innlend.  Eiginkona hans er Edda Emilsdóttir meinatæknir og eru börn þeirra fjögur:  Ingibjörg, Björn, Þorsteinn og Margrét. Þorsteinn hefur verið ötull velgjörðarmaður safnanna, lagt þar inn efni og miðlað af yfirgripsmiklum fróðleik sínum.  Jafnframt hefur hann lagt Sögufélagi Borgarfjarðar lið og skrifað greinar í Borgfirðingabók m.a. um ógleymanlegar persónur í héraði og starfshætti sem brátt eru að gleymast.

 

Starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar óskar Þorsteini innilega til hamingju með tímamótin.

 

Myndatexti: Þorsteinn ásamt Ástríði systur sinni í heimsókn í Safnahúsi í september 2014. Mynd: Guðrún Jónsdóttir.

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed